HERDÍS Sveinsdóttir, dósent í námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, var kosin formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á fulltrúaþingi félagsins í gær. Hún tekur við af Ástu Möller sem gegnt hefur starfinu um tíu ára skeið.
Félag hjúkrunarfræðinga Herdís Sveinsdóttir kjörin formaður

HERDÍS Sveinsdóttir, dósent í námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, var kosin formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á fulltrúaþingi félagsins í gær. Hún tekur við af Ástu Möller sem gegnt hefur starfinu um tíu ára skeið.

Erlín Óskarsdóttir var kjörin varaformaður, Hildur Helgadóttir annar varaformaður, Ingibjörg Helgadóttir gjaldkeri, Steinunn Kristinsdóttir ritari og meðstjórnendur verða Erna Einarsdóttir og Brynja Björk Gunnarsdóttir.

Allir stjórnarmeðlimir voru sjálfkjörnir. Þingið sitja 72 fulltrúar.

Herdís Sveinsdóttir