DIDIER Deschamps, fyrirliði heimsmeistara Frakka í knattspyrnu, tilkynnti í gær að hann væri á leið frá ítalska stórliðinu Juventus. Hann hefur verið hjá Tórínóliðinu í fimm ár og segir að nú sé kominn tími á breytingar. "Forráðamenn félagsins hafa vitað í nokkurn tíma að ég vildi yfirgefa Juventus og færa mig um set.


Deschamps

á leið frá Juventus

DIDIER Deschamps, fyrirliði heimsmeistara Frakka í knattspyrnu, tilkynnti í gær að hann væri á leið frá ítalska stórliðinu Juventus. Hann hefur verið hjá Tórínóliðinu í fimm ár og segir að nú sé kominn tími á breytingar. "Forráðamenn félagsins hafa vitað í nokkurn tíma að ég vildi yfirgefa Juventus og færa mig um set. Ég tók ákvörðun um að fara fyrir nokkrum mánuðum," sagði Deschamps, sem er 31 árs. Hann hefur ekki leikið síðustu leiki Juventus, sem er í 5. sæti deildarinnar. Hann vildi ekki gefa upp hvar hann hygðist leika næsta tímabil.