Jeppaleiðangursmenn lögðu að baki 150 km í gær Áð að Gránastöðum á Grænlandsjökli ICE225 leiðangursmennirnir tjölduðu í gærkvöldi í 2.200 m hæð vestan í hábungu Grænlandsjökuls eftir 150 km dagleið. Þar með er búið að vinna upp seinkun sem varð á leiðinni að jöklinum. Búðirnar eru um 50 km frá hábungunni sem er 2.500­2.700 m há.
Jeppaleiðangursmenn lögðu að baki 150 km í gær Áð að Gránastöðum á Grænlandsjökli

ICE225 leiðangursmennirnir tjölduðu í gærkvöldi í 2.200 m hæð vestan í hábungu Grænlandsjökuls eftir 150 km dagleið. Þar með er búið að vinna upp seinkun sem varð á leiðinni að jöklinum. Búðirnar eru um 50 km frá hábungunni sem er 2.500­2.700 m há. Gott veður var á staðnum, heiðskírt og logn, 19 C frost og kólnaði hratt.

"Þetta er búið að ganga mjög vel. Færið verið gott, jökullinn sléttur og olíueyðslan lítil. Reyndar skarir á kafla, en að skána aftur. Núna loksins erum við í málum sem við könnumst við," sagði Arngrímur Hermannsson, leiðangursstjóri. Hann var mjög ánægður með dagsverkið og kvað létt yfir mönnum. Búðir gærdagsins nefndu Íslendingarnir Gránastaði til heiðurs íslenskum hesti sem fór yfir Grænlandsjökul fyrr á öldinni.

Dagbók leiðangursmanna, fréttir og fleiri upplýsingar er að finna í netútgáfu Morgunblaðsins (http://www.mbl.is).

Ljósmynd/Malte Udsen INGIMUNDUR Þorsteinsson við fyrsta Toyota-jeppann sem leiddi fyrstu ökuferðina á Grænlandsjökul. Leiðin lá upp skriðjökul um 133 km norður af höfuðstaðnum Nuuk.