Reuters Skemmtiferðaskip sekkur YFIR ellefu hundruð farþegum skemmtiferðaskipsins "Sun Vista" var bjargað eftir að kviknaði í skipinu og það sökk undan ströndum Malasíu í fyrrinótt. Eldurinn kviknaði í vélarrúmi skipsins skömmu eftir kl. sjö að kvöldi fimmtudags að staðartíma og það sökk um átta tímum síðar.
Reuters Skemmtiferðaskip sekkur

YFIR ellefu hundruð farþegum skemmtiferðaskipsins "Sun Vista" var bjargað eftir að kviknaði í skipinu og það sökk undan ströndum Malasíu í fyrrinótt. Eldurinn kviknaði í vélarrúmi skipsins skömmu eftir kl. sjö að kvöldi fimmtudags að staðartíma og það sökk um átta tímum síðar. Ferðafólk frá að minnsta kosti 20 þjóðlöndum voru um borð í skipinu, sem var á leið til Singapore. Að sögn talsmanns skipafélagsins sem rak skipið var öllum sem um borð voru, 1104, bjargað heilum á húfi.

Hér sjást björgunarbátar hlaðnir farþegum fjarlægjast skipið, sem reykjarbólstrar liðast upp frá.