UM 93% fólks á aldrinum 12 til 30 ára telja að þau geti mjög eða frekar auðveldlega orðið sér úti um ólögleg vímuefni á Íslandi, en um 1% telur það mjög erfitt. Ef aðeins er litið á aldurshópinn 12 til 15 ára, þá telja um 83% þeirra að auðvelt sé að verða sér úti um ólögleg vímuefni. Þetta kom fram í niðurstöðum könnunar Gallup.
Auðvelt

að nálgast

eiturlyf

UM 93% fólks á aldrinum 12 til 30 ára telja að þau geti mjög eða frekar auðveldlega orðið sér úti um ólögleg vímuefni á Íslandi, en um 1% telur það mjög erfitt. Ef aðeins er litið á aldurshópinn 12 til 15 ára, þá telja um 83% þeirra að auðvelt sé að verða sér úti um ólögleg vímuefni. Þetta kom fram í niðurstöðum könnunar Gallup.

Í könnuninni var unga fólkið einnig spurt að því hversu mikil ógn það teldi að stafaði af vímuefnum á Íslandi í dag og telja 82% fólks að mikil ógn stafi af vímuefnum.

Áfengisneysla var einnig könnuð og kom í ljós að um 17% unglinga á aldrinum 12 til 15 ára neyta áfengis, 82% unglinga á aldrinum 16 til 19, 94% fólks á aldrinum 20 til 24 ára og um 85% fólks á aldrinum 25 til 30 ára. Hærra hlutfall pilta en stúlkna neytir áfengis oft eða 11% pilta en rúmlega 3% stúlkna.

Reykingar voru einnig athugaðar, en samkvæmt könnuninni reykja um 4% unglinga á aldrinum 12 til 15 ára, 26% unglinga á aldrinum 16 til 19 ára og um 32% fólks á aldrinum 20 til 30 ára.