Þau skilja þetta ekki, þessi sem halda að við séum bara börn. Þau skilja ekki straumana, sem eru á fleygiferð allan daginn, tilfinningarnar sem flæða, bara hvert sem þær vilja og enginn getur stoppað. Skilja ekki að við erum að uppgötva hvert annað.


SELMA SIF

ÓSKARSDÓTTIR

GLEYMA

OG SKILJA

...EKKI

Þau skilja þetta ekki,

þessi sem halda að við séum

bara börn.Þau skilja ekki straumana,

sem eru á fleygiferð

allan daginn,

tilfinningarnar sem flæða,

bara hvert sem þær vilja

og enginn getur stoppað.

Skilja ekki að við erum

að uppgötva hvert annað.Þau hafa gleymt hvernig

er að stíga fyrstu

skrefin upp,

upp stigann að þessum

árum sem allir eru að

tala um.Þau hafa gleymt!

Höfundurinn er 12 ára Reykjavíkurmær.