Í spegli anda míns sé ég heiminn og allt þarfleysið Í spegli anda míns sé ég tilgang heimsins og allt markleysið Í spegli hjarta míns sé ég sigra heimsins og allt miskunnarleysið Í spegli huga míns sé ég yfirburði heimsins og allt tilgangsleysið Í spegli sálu minnar sé ég anda hug minn og hjarta fórna tilgangi sigrum sínum


GUNNAR K. ÞÓRÐARSON

SPEGILL HEIMSINS

Í spegli anda míns

sé ég heiminn og allt þarfleysið

Í spegli anda míns

sé ég tilgang heimsins og allt markleysið

Í spegli hjarta míns

sé ég sigra heimsins og allt miskunnarleysið

Í spegli huga míns

sé ég yfirburði heimsins og allt tilgangsleysiðÍ spegli sálu minnar

sé ég anda

hug minn

og hjarta

fórna tilgangi

sigrum sínum

og yfirburðum

fyrir hamingjuna

rétt handan þarfleysis

markleysis

tilgangsleysis

og miskunnarleysisÍ spegli heimsins

sé ég mig sjálfan og allt æðruleysiðEINMANA

DANSINN

Einn ég dansa Einmana dansinn

Í sviðsljósi hjarta míns

dansa ég eftir hrynjanda sorgarinnar

og við fiðluleik kvíðansEnn ég dansa Einmana dansinn

Innblásinn reiði og hatri

dansa ég eins og þeir bestu gera

Dans án enda

Dans sjónhverfinga og draumaEinn ég dansa Einmana dansinn

Einn með sorginni

kvíðanum

reiðinni

og hatrinu

Það er ekkert pláss fyrir BetraEinmana dansinn

er sigur sjálfs míns

Þar sem lestir mínir elskast

og gefa mér frið