TVÆR hljómsveitir koma fram á djasstónleikum sem haldnir verða í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Hásölum, á morgun, mánudag, kl. 20.30. Annars vegar er það hljómsveitin Jazzmenn, kvintett sem skipaður er Stefáni Ómari Jakobssyni, básúnuleikara, Þorleifi Gíslasyni, tenor-saxófónleikara, Carli Möller píanóleikara, Birgi Bragasyni kontrabassaleikara og Alfreð Alfreðssyni, trommuleikara.
Djasstónleikar í Hásölum

TVÆR hljómsveitir koma fram á djasstónleikum sem haldnir verða í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Hásölum, á morgun, mánudag, kl. 20.30.

Annars vegar er það hljómsveitin Jazzmenn, kvintett sem skipaður er Stefáni Ómari Jakobssyni, básúnuleikara, Þorleifi Gíslasyni, tenor-saxófónleikara, Carli Möller píanóleikara, Birgi Bragasyni kontrabassaleikara og Alfreð Alfreðssyni, trommuleikara. Hins vegar eru það bræðurnir Jón og Carl Möller, Birgir Bragason og Guðmundur Steingrímsson sem skipa kvartett fyrir tvö píanó, bassa og trommur.

Enginn aðgangseyrir er á tónleikana.

PÍANÓLEIKARARNIR og bræðurnir Jón og Carl Möller.