LÁRUS GARÐAR LONG

Lárus Garðar Long fæddist á Staðarfelli í Vestmannaeyjum 22. mars 1931. Hann lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 13. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bergþóra Ástrós Árnadóttir og Jóhannes Hróðnýr Jóhannsson. Lárus var yngstur fimm systkina. Elstur var Árni Theodór, látinn, Anna Hulda, Ólafur, látinn, og Jóhanna Dóra. Hinn 13. septenber 1952 kvæntist Lárus Unni Hermannsdóttur frá Flatey á Skjálfanda, dóttur hjónanna Sigurveigar Ólafsdóttur og Ingjalds Hermanns Jónssonar. Börn Lárusar og Unnar eru: 1) Jóhannes Long, f. 2.4. 1952, kvæntur Ástu Jakobínu Ágústsdóttur og eiga þau tvö börn, Lárus Long og Huldu Long. 2) Sigurveig Long, f. 30.5. 1958, gift Snorra Jóhannnessyni og eiga þau tvær dætur, Unni Helgu og Láru Hleiði. 3) Anna Hulda Long, f. 17.5. 1963, gift Magnúsi Ríkarðssyni og eiga þau þrjú börn, Helenu Ósk, Sólveigu Rut og Ríkarð. 4) Hermann Ingi Long, f. 16.12. 1966, unnusta hans er Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, sonur hennar og fóstursonur Hermanns er Gunnar Hreindal. Útför Lárusar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30.