Guðrún Jóna Ipsen Elsku Guðrún, við vitum að núna líður þér vel hjá guði, en við eigum samt svo erfitt með að skilja og sætta okkur við að þú skulir vera farin frá okkur.

Með þessum ljóðlínum langar okkur að þakka þér fyrir alla hlýjuna og alla ástina sem þú varst svo óspör á að veita okkur.

Mér finnst ég varla heill né hálfur maður

og heldur ósjálfbjarga því er ver.

Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður

verða betri en ég er.Eitt sinn verða allir menn að deyja

eftir bjartan daginn kemur nótt.

Ég harma það en samt ég verð að segja

að sumarið líður allt of fljótt.Við gætum sungið, gengið um

gleymt okkur hjá blómunum

en rökkvar ráðið stjörnumál

gengið saman hönd í hönd,

hæglát farið niðrá strönd

fundið stað,

sameinað, beggja sál.

(Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Þú átt þinn stað í hjarta okkar og við munum aldrei gleyma þér.

Kveðja

Jón Pétur, Nikulás Roel, Jóhanna Guðbjörg og Eva Marý.