1. júlí 1999 | Íþróttir | 249 orð

Jón Kr. Gíslason, fyrrverandi landsliðsþjálfari, um þjálfaraskiptin

"Kom mér í opna skjöldu"

"MITT markmið er hreint og klárt, ef okkur tekst ekki að komast áfram tel ég að það eigi að stokka upp spilin og skipta um þjálfara," sagði Jón Kr. Gíslason, fyrrverandi landsliðsþjálfari, áður en hann hélt með liðið í undankeppni Evrópumótsins. Hann lagði starf sitt að veði og náði þeim árangri sem hann ætlaði sér.
Jón Kr. Gíslason, fyrrverandi landsliðsþjálfari, um þjálfaraskiptin

"Kom mér

í opna

skjöldu" "MITT markmið er hreint og klárt, ef okkur tekst ekki að komast áfram tel ég að það eigi að stokka upp spilin og skipta um þjálfara," sagði Jón Kr. Gíslason, fyrrverandi landsliðsþjálfari, áður en hann hélt með liðið í undankeppni Evrópumótsins. Hann lagði starf sitt að veði og náði þeim árangri sem hann ætlaði sér. Liðið komst áfram, en þrátt fyrir þann góða árangur reyndist ekki áhugi innan KKÍ, körfuknattleikssambands Íslands, að láta hann stjórna því áfram.

Þegar Jón var spurður hvers vegna stjórn KKÍ óskaði ekki eftir því að hann yrði áfram við stjórnvölin átti hann engin svör og sagðist aldrei hafa orðið var við óánægju varðandi sín störf. "Samningur minn rann út um mánaðamótin. Ég fundaði með forráðamönnum KKÍ eftir að liðið snéri heim frá Slóvakíu og þar lýstu þeir yfir einhuga áhuga á því að framlengja samninginn. Fljótlega eftir þennan fund var stjórnarfundur hjá KKÍ og þar hafa komið fram einhverjar nýjar hugmyndir. Samt héldu þeir áfram viðræðum við mig. Ég bjóst við í síðustu viku að fara fá svar varðandi launakröfur en það kom aldrei. Það var hringt í mig í gær og tilkynnt að það væri búið að ráða annan í starfið. Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu."

Jón sagðist ekki vera bitur yfir þessu. "Ég geri mér grein fyrir að þjálfarabransinn er harður og við því er ekkert að segja. Leikmenn hafa hringt í mig í dag og hvatt mig áfram."

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.