KONA á þrítugsaldri var úrskurðuð í þriggja daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að kröfu efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, vegna gruns um peningaþvætti í stóra fíkniefnamálinu.

KONA á þrítugsaldri var úrskurðuð í þriggja daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að kröfu efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, vegna gruns um peningaþvætti í stóra fíkniefnamálinu.

Efnahagsbrotadeildin krafðist sex daga gæsluvarðhalds, en dómari féllst ekki á meira en þriggja daga gæslu.

Konan er þriðji einstaklingurinn, sem sett er í gæsluvarðhald að kröfu efnahagsbrotadeildarinnar, en einum þeirra var sleppt 19. október og sitja því tveir sakborningar í gæsluvarðhaldi að kröfu deildarinnar.

Tíu manns að auki eru í gæslu að kröfu fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík.