ÓHAPP varð þegar verið var að sturta snjó af vörubíl á Samskipabryggjunni á Akureyri í fyrrakvöld, en þekja gaf sig og eitt af afturhjólum vörubílsins festist í gati sem myndaðist.

ÓHAPP varð þegar verið var að sturta snjó af vörubíl á Samskipabryggjunni á Akureyri í fyrrakvöld, en þekja gaf sig og eitt af afturhjólum vörubílsins festist í gati sem myndaðist.

Hörður Blöndal framkvæmdastjóri Hafnarsamlags Norðurlands sagði að efni hefði skolað út um rifu sem búið var að gera við á þekjunni. Hann sagði að ekki sæist á yfirborðinu þó skolað hefði undan og menn yrðu því ekki varir við neitt fyrr en skaðinn yrði. Vörubíllinn sat fastur í gatinu þar til honum var lyft upp með krana og færður til á bryggjunni. Hörður sagði að farið yrði í það fljótlega að loka gatinu og fylla aftur í það sem út hefði skolast. Þá yrði til öryggis athugað hvort fleiri slíkir varhugaverðir staðir væru í bryggjunni.