ÞRÍR ungir menn, Davíð Guðmundsson, Árni Már Valmundarson og Birgir Stefánsson hófu í gær útvarpsrekstur á Akureyri en stöð þeirra ber nafnið Nett FM 90,9. Þeir hafa komið sér fyrir með útvarpsstöðina við Skipagötu 12, annarri hæð.

ÞRÍR ungir menn, Davíð Guðmundsson, Árni Már Valmundarson og Birgir Stefánsson hófu í gær útvarpsrekstur á Akureyri en stöð þeirra ber nafnið Nett FM 90,9. Þeir hafa komið sér fyrir með útvarpsstöðina við Skipagötu 12, annarri hæð.

Félagarnir segja að um gamlan draum sé að ræða og það sé fyrst og fremst brennandi áhugi á útvarpsrekstri sem hafi orðið til þess að þeir hrintu hugmyndinni í framkvæmd. Þeir keyptu fyrir nokkru tölvuforrit og fóru að hlaða inn lögum "og svo bara ákváðum við að kýla á þetta," sagði Árni.

Þeir segja að vel gangi að safna auglýsingum, en með þeim kosta þeir útsendingar sem standa yfir allan sólarhringinn.

Tónlistin er blanda af gömlum og nýjum lögum, "svona nettum og þægilegum lögum," eins og þeir lýsa henni, þ.e. lögum sem allir hafa heyrt og þekkja. Þó þeir séu ungir að árum bjóða þeir upp á tónlist sem samin var löngu fyrir þeirra tíma eða allt frá árinu 1950.

Nett FM 90,9 verður í loftinu á Akureyri fram til áramót, en þá ætla þeir félagar að sjá til með framhaldið. "Við erum bjartsýnir og höfum mikinn áhuga," sögðu þeir félagar.