ORKUVEITAN í samvinnu við Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000, stendur fyrir kristaldögum í Elliðaárdal og verður haldin fjölskylduhátíð helgina 6. og 7. nóvember. Dagskráin hefst laugardaginn 7. nóvember kl.

ORKUVEITAN í samvinnu við Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000, stendur fyrir kristaldögum í Elliðaárdal og verður haldin fjölskylduhátíð helgina 6. og 7. nóvember.

Dagskráin hefst laugardaginn 7. nóvember kl. 14-16 og verður boðið upp á flugdrekasýningu, töfratívolí, Salla stirða og Halli hrekkjusvín mæta á staðinn og einnig koma Víkingarnir. Boðið verður upp á Góu-nammi og teiknimyndasamkeppnin heldur áfram.

Á sunnudeginum kl. 15-18 verður m.a. flugdrekasýning, trúður verður með blöðrusýningu, boðið upp á uppblásin leiktæki, Land og synir leika, spurningaleikur verður og boðið upp á Góu-nammi. Kl. 18 verður síðan boðið upp á flugeldasýningu.

Dagskráin báða dagana fer að hluta til fram í stóru upphituðu tjaldi.