HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavíkur heldur sinn árlega basar sunnudaginn 7. nóvember að Hallveigarstöðum við Túngötu og hefst hann kl. 14.

Sem fyrr verður mikið úrval af fallegri og vandaðri handavinnu. Má t.d. nefna sokka, vettlinga, barnapeysur, inniskó, prjónaða og heklaða dúka, prjónuð leikföng, jóladúka, púða svo og svuntur af öllum gerðum og stærðum að ógleymdu fallegu jólaföndri.

Þá eru einnig á boðstólum lukkupakkar fyrir börnin sem innihalda ýmislegt smálegt sem kemur á óvart.

Allur ágóði af sölu basarmuna rennur til líknarmála.