Mánudaginn 1. nóvember var spilaður tvímenningur á sjö borðum. Félagið fékk góða gesti úr Borgarnesi og gestrisni sveitamannsins er söm við sig því gestirnir voru vel efstir.

Mánudaginn 1. nóvember var spilaður tvímenningur á sjö borðum. Félagið fékk góða gesti úr Borgarnesi og gestrisni sveitamannsins er söm við sig því gestirnir voru vel efstir. Úrslit urðu sem hér segir:

Rúnar Ragnarsson - Unnsteinn Arason 195

Baldur Björnsson - Jón Eyjófsson 187

Ketill Jóhannesson - Haraldur Jóhannsson 178

Lárus Pétursson - Þorvaldur Pálmason 177

Jón Pétursson - Magnús Magnússon 172

Rúnar og Unnsteinn voru vel að sigrinum komnir en samt er við hæfi að rifja upp vísu (örlítið breytta) sem Jón Þ. Björnsson orti eitt sinn eftir strembna viðureign við þá félaga.