Eftir upplýsandi sagnir andstæðinganna getur suður spilað sem á opnu borði. En þrautin er þung þótt allar hendur sjáist: Austur gefur; allir á hættu.

Eftir upplýsandi sagnir andstæðinganna getur suður spilað sem á opnu borði. En þrautin er þung þótt allar hendur sjáist:

Austur gefur; allir á hættu.

86542

Á98

42

ÁK5

ÁKDG107

3

5

98642

9

KDG1076

G73

D103

3

542

ÁKD10986

G7

-- -- 2 hjörtu 3 tíglar 3 spaðar Dobl Pass 4 tíglar Pass 5 tíglar Allir pass

Vestur tekur fyrsta slaginn á spaðaás og skiptir síðan yfir í hjarta. Suður á tíu toppslagi, en hvar er sá ellefti?

Skilyrðin fyrir tvöfalda kastþröng virðast vera fyrir hendi: Vestur þarf að valda spaðann, austur hjartað, svo hvorugur getur staðið vörð um laufið. En vandinn er sá að fyrst þarf að gefa annan slag og ekki þýðir að dúkka hjartað, því þá fær vestur stungu.

Sagnhafi getur hugsanlega yfirstigið þessa hindrun með því að taka á hjartaás, spila spaða og henda hjarta heima! Vestur fær óvæntan slag á spaða, en í staðinn hefur sagnhafi komið á réttum takti fyrir kastþröngina sem í vændum er. Sennilega spilar vestur laufi, sem blindur tekur með ás og síðan er öllum trompunum spilað:

8

--

--

K5

K

--

--

98

--

K

--

D10

--

5

6

G

Í síðasta trompið verður vestur að henda laufi. Spaðaáttan fer þá úr borði og nú er það austur sem þvingast í hjarta og laufi.

Þetta er glæsileg redding", en austur átti krók á móti bragði. Hann gat trompað spaðann í þriðja slag! En dugir sú vörn til að hnekkja geiminu? Við skoðum það á morgun.