BJÖRG hafði samband við Velvakanda og vildi lýsa hneykslun sinni á þættinum "Pétur og Páll í vinahóp" sem sýndur var á Skjá 1 miðvikudaginn 3. nóvember sl.

BJÖRG hafði samband við Velvakanda og vildi lýsa hneykslun sinni á þættinum "Pétur og Páll í vinahóp" sem sýndur var á Skjá 1 miðvikudaginn 3. nóvember sl. Hún sagðist ekki vera hneykslunargjörn kona, en þessi þáttur hefði verið til háborinnar skammar. Í þættinum var farið með klámvísur, sem hún sagði að hefðu verið hið argasta klám og einnig var farið með níðvísur um Hemma Gumm, sem henni fundust ekki vera við hæfi, þar sem hann var ekki á staðnum. Þessi þáttur var sýndur um kvöldmatarleytið, þegar mörg börn sitja við sjónvarpið og væri hann alls ekki við hæfi þeirra. Það hljóti að vera takmörk fyrir því sem má birta á þeim tíma sem börn horfa hvað mest á sjónvarp. Björg spyr hvort þetta sé það sem koma skal með fjölgun sjónvarpsstöðva.