VIÐ erum tveir hópar ungra ökumanna sem sóttu umferðarnámskeið Sjóvár-Almennra nú á haustdögum. Við fengum það verkefni að skoða ökuhraða.

VIÐ erum tveir hópar ungra ökumanna sem sóttu umferðarnámskeið Sjóvár-Almennra nú á haustdögum. Við fengum það verkefni að skoða ökuhraða.

Við komumst að því að mikið skortir á í umferðinni að menn virði reglur um hámarkshraða og hvetjum við alla til þess og til að miða ökuhraða við aðstæður á hverjum tíma og aka ekki hraðar en þeir ráða við. Við viljum hvetja þá sem vilja aka hægar til að halda sig á hægri akrein, ekki á þeirri vinstri og biðja þá sem aka hægt að taka tillit til okkar hinna. Hraðinn hefur mikil áhrif á okkur sem ökum. Aukinn hraði eykur streitu og þrengir sjónsviðið auk þess sem bíllinn eyðir meira eldsneyti eftir því sem hraðar er ekið. Þá lengist stöðvunarvegalengdin margfalt við aukinn hraða og umferðarslys verða alvarlegri eftir því sem hraði er meiri. Þá má geta þess að við höfum minna vald á bílnum eftir því sem hraðar er ekið. Við viljum draga úr hraða í íbúðarhverfum vegna allra barnanna sem þar leika sér.

Nauðsynlegt er að hafa alltaf hæfilegt bil milli bíla því bíllinn okkar stöðvast ekki um leið og við ákveðum, auk þess sem bilið þarf að aukast við aukinn hraða. Við þurfum að draga úr hraða í hálku og sýna meiri aðgát.

En umferðaryfirvöld geta einnig gert ýmislegt til að draga úr hættu. Það má nefna að fjölga megi útskotum fyrir tjaldvagna og fellihýsi. Fjölga akreinum þar sem umferð er mikil og fjölga vegum á landsbyggðinni með bundnu slitlagi.

F.h. ungra ökumanna á námskeiði Sjóvár-Almennra.

Frá hópum 101 og 104 hjá Sjóvá-Almennum: