ÞJÓÐSÖGUR og sagnir fyrr og nú er yfirskrift norrænu bókasafnsvikunnar, Í ljósaskiptunum, sem hefst á mánudag, 8. nóvember.

ÞJÓÐSÖGUR og sagnir fyrr og nú er yfirskrift norrænu bókasafnsvikunnar, Í ljósaskiptunum, sem hefst á mánudag, 8. nóvember.

Á Amtsbókasafninu á Akureyri hefst dagskrá síðdegis og verður lesið úr Kalevala, gömlu finnsku þjóðkvæði, og einnig flökkusagan Rottupítsan eftir Bengt Klintberg. Guðrún Kristinsdóttir forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri fjallar að því búnu um þjóðtrú og þjóðsögur. Boðið verður upp á pítsur frá Greifanum.