PÉTUR Örn myndlistarmaður opnaði 26. september sl. sýningu á nýjum verkum í Exhibiton place, Garður Udhus Küche. Á morgun, sunnudag verður Pétur Örn í garðinum, Ártúni 3 á Selfossi, að vinna og til viðtals við áhugasama listunnendur.

PÉTUR Örn myndlistarmaður opnaði 26. september sl. sýningu á nýjum verkum í Exhibiton place, Garður Udhus Küche. Á morgun, sunnudag verður Pétur Örn í garðinum, Ártúni 3 á Selfossi, að vinna og til viðtals við áhugasama listunnendur.

Þrír íslenskir listamenn reka Garður Udhus Küche í og við heimili sín og eru sýningarstaðir í tveimur löndum; auk garðsins í Ártúni; í Hannover í Þýskalandi og í Lejre í Danmörku.

Sýningin verður opin sunnudaginn 7. nóvember milli klukkan 16 og 18 að staðartíma í hverju landi og einnig sunnudagana 5. desember og 19. desember. Sýningin er auk þess opin hvenær sem er eftir samkomulagi. Sýning Péturs mun standa til sunnudagsins 19. desember.