BÚIST er við að nýtt hafrannsóknaskip komi hingað til lands í desember en skipið er nú í smíðum í Asmar-skipasmíðastöðinni í Chile. Afhendingu skipsins hefur seinkað nokkuð en gert var ráð fyrir að það kæmi til Íslands í lok ágúst sl.

BÚIST er við að nýtt hafrannsóknaskip komi hingað til lands í desember en skipið er nú í smíðum í Asmar-skipasmíðastöðinni í Chile. Afhendingu skipsins hefur seinkað nokkuð en gert var ráð fyrir að það kæmi til Íslands í lok ágúst sl. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar, eru nú prófanir í gangi í Chile, enda um að ræða mikið af flóknum rafdrifsbúnaði. Að því loknu ætti að vera hægt að sigla skipinu heim til Íslands en siglingin frá Chile tekur 24 til 26 sólarhringa.