Hýr gleður hug minn hásumartíð. Skæran lofi skapara sinn öll skepnan blíð. Skín yfir oss hans miskunnin. Hýr gleður hug minn. Gleður mig enn sá góði bjór, guði sé þökk og lof; þó mín sé drykkjan megn og stór og mjög við of, mun þó ei reiðast drottinn...

Hýr gleður hug minn

hásumartíð.

Skæran lofi skapara sinn

öll skepnan blíð.

Skín yfir oss hans miskunnin.

Hýr gleður hug minn.

Gleður mig enn sá góði bjór,

guði sé þökk og lof;

þó mín sé drykkjan megn og stór

og mjög við of,

mun þó ei reiðast drottinn vór.

- Hýr gleður hug minn.

Mjög leikur nú við manninn ört

hið mæta drottins lán.

En þó með því, að illt sé gjört

og aukin smán,

af því magnast syndin svört.

- Hýr gleður hug minn.

Vond öldrykkjan veldur oft,

að vináttan forgár öll,

sundurþykkja er senn á loft

og sárleg föll.

Sumum fer það heldur gróft.

- Hýr gleður hug minn.

En þegar dánumenn drekka vel,

sem drjúgum oft hefir skeð,

þá vex af ölinu vináttuþel

og virðing með.

Veizlu góða eg svoddan tel.

- Hýr gleður hug minn.

Ólafur Jónsson, 1560-1627, ólst upp hjá Eggert Hannessyni hirðstjóra. Prestur á Söndum í Dýrafirði frá 1596 til æviloka.