[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
UM ÞESSAR mundir er að taka til starfa alhliða umboðsskrifstofa fyrir íslenska skemmtanaheiminn. Nefnist hún Promo og sér bæði um að útvega hljómsveitir fyrir ýmsar uppákomur og einnig um að útvega hljómsveitum verkefni.

UM ÞESSAR mundir er að taka til starfa alhliða umboðsskrifstofa fyrir íslenska skemmtanaheiminn. Nefnist hún Promo og sér bæði um að útvega hljómsveitir fyrir ýmsar uppákomur og einnig um að útvega hljómsveitum verkefni.

Aðstandendur Promo, Páll Eyjólfsson og Tómas Tómasson, hafa áralanga reynslu á þessu sviði enda reyndir tónlistarmenn. Páll hefur leikið með hljómsveitinni Papar og séð um umboðsmál fyrir hljómsveitina og Tómas starfaði lengst af með Rokkabillýbandinu.

Til að auðvelda kynningastarf hafa félagarnir gefið út PROMObókina, sem að sögn Páls er almennt kynningarrit um allar helstu hljómsveitir landsins og tengda atvinnustarfsemi. "Það er að segja flutninga, ljósakerfi, hljóðkerfi, veislusali og veitingahús," útskýrir hann. "Þetta er nokkurs konar "gula handbók" skemmtanabransans."

"Reynsla okkar hefur sýnt að mikil þörf er á að til staðar sé þjónusta, bæði fyrir hljómsveitirnar og þá sem vilja ráða til sín hljómsveit," segir Páll. "Við þekkjum þær aðstæður sem geta komið upp og vitum hvað þarf til að leysa málið. Oft eru starfsmenn fyrirtækja allt upp í hálfan mánuð að undirbúa árshátíð. Við myndum hins vegar leysa málið á mun skemmri tíma og starfsfólkið gæti þá sinnt störfum sínum á meðan."