BARBRA Streisand hefur ekki gert kvikmynd upp á síðkastið en hún verður engu að síður stjarna Golden Globe-verðlaunahátíðarinnar. Streisand mun taka við Cecil B.

BARBRA Streisand hefur ekki gert kvikmynd upp á síðkastið en hún verður engu að síður stjarna Golden Globe-verðlaunahátíðarinnar. Streisand mun taka við Cecil B. DeMille-verðlaununum fyrir framlag sitt til kvikmynda og sagði í yfirlýsingu að hún væri afar þakklát enda hefðu aðstandendur verðlaunanna stutt vel við bakið á sér í gegnum tíðina. Það eru engar ýkjur því enginn hefur unnið til jafnmargra Golden Globe-verðlauna. Hún fékk m.a. verðlaun sem besti leikstjóri fyrir Yentl og besta leikkona fyrir "Funny Girl" og "A Star is Born". Á meðal þeirra sem fengið hafa Cecil B. DeMille-verðlaunin á undan Streisand eru Jack Nicholson, Shirley MacLaine og Robert Redford. Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna verða birtar 20. desember næstkomandi.