Bjarni Helgason fæddist í Neskaupstað 27. október 1919. Hann lést 26. október sl. á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Foreldrar voru Jón Helgi Bjarnason, f. 27. maí 1888, d. 6. september 1953, og Soffía Guðmundsdóttir, f. 30. nóvember 1893, d. 29. janúar 1925. Bjarni missti móður sína 5 ára gamall, hann ólst upp hjá föðurbróður sínum Guðmundi Bjarnasyni og konu hans Sigurbjörgu Ólafsdóttur í Hellisfirði. Bjarni átti fjögur systkini, Guðmund, f. 12. febrúar 1912, d. 20. desember 1974, Björgu f. 4. mars 1915, Ólafíu, f. 16. maí 1918, Soffíu, f. 23. janúar 1925.

Bjarni kvæntist 2. júní 1943 Elísabetu Þórhallsdóttur frá Litlu-Brekku á Höfðaströnd, f. 15. janúar 1917. Foreldrar hennar voru Þórhallur Ástvaldsson og Helga Friðbjarnardóttir. Þau hófu búskap á Neskaupstað en fluttu suður í Garð 1954 og bjuggu þar það sem eftir var. Nú dvelur Elísabet á Garðvangi, Garði. Börn Bjarna og Elísabetar eru: 1) Helga Sigurbjörg, f. 6. október 1943, maki Jóhann Þorsteinsson, f. 26. september 1942, börn þeirra eru Bjarni, f. 11. janúar 1963, d. 28. október 1991, maki hans var Sigrún Högnadóttir, f. 19. júní 1969, barn þeirra er Ásdís Björg, f. 22. ágúst 1991. Þorsteinn, f. 27. júlí 1963, maki Ingveldur Ásdís Sigurðardóttir, f. 8. apríl 19'73, börn þeirra eru Sólveig Helga, f. 1. febrúar 1995 og Elísabet Ósk, f. 5. febrúar 1997. Björn Þórhallur, f. 3. september 1967, maki Margrét Marísdóttir, f. 6. apríl 1969, börn þeirra eru Kristófer Már, f. 11. nóvember 1987, Jóhann Helgi, f. 23. ágúst 1990, Bjarni Freyr, f. 7. apríl 1995. Hlynur f. 16. júní '71, maki Þórhildur Jónsdóttir, f. 16. desember 1975, börn þeirra eru Ámundi Georg, f. 1. júní 1995 og Sunneva Rós, 3. ágúst 1999. Njörður Jóhannsson, f. 10. september 1975, maki Berglind Elva Lúðvíksdóttir, f. 7. júlí 1975, barn þeirra er stúlka (óskírð), f. 2. október 1999. 2) Hjördís, f. 25. júlí 1945, maki Sigurður Sigurðsson, f. 3. mars 1943, börn þeirra eru Lára Sigþrúður, f. 28. apríl 1963, maki Sturla Þorgrímsson, f. 10. janúar 1955, börn þeirra eru Sigurður Þór, f. 2. september 1983, Hjördís, f. 10. nóvember 1987 og Bjarni Þór, f. 31. desember 1996. Elísabet, f. 5. júlí 1964, maki Jósef Matthíasson, f. 23. júlí 1962, börn þeirra Valgerður, f. 8. júní 1988, Sigdór, f. 10. apríl 19'87 og Valdís, f. 3. janúar 1995. Guðríður, f. 10. nóvember 1965, maki Finnur Daníelsson, f. 8. júní 1968, börn þeirra eru Eva Dís Hákonadóttir, f. 23. nóvember 1992 og Aron Elvar, f. 28. ágúst 1997. Sóley, f. 21. ágúst 1972, maki Ingvar Berg Dagbjartsson, f. 8. júní 1973, barn þeirra er Dagbjört, f. 3. maí 1996. 3) Jón Helgi, f. 22. mars 1953, maki Aðalheiður Valgeirsdóttir, f. 19. október 1955, börn þeirra eru Linda, f. 6. janúar 1976, maki Sigmar Scheving, f. 26. nóvember 1971, barn þeirra er Andri, f. 23. febrúar 1999. Bjarni, f. 8. júní 1979, maki Kristín Björg Halldórsdóttir, f. 22. ágúst 1975.

Bjarni fór snemma að vinna fyrir sér og var sjómennska hans aðalstarf, eftir það starfaði hann sem vélstjóri í frystihúsi, og síðustu starfsár var hann starfsmaður Varnarliðsins.

Útför Bjarna fer fram frá Útskálakirkju, Garði, í dag og hefst athöfnin kl. 13.30.

ævi>