Egill fæddist 14. október 1925 að Hnjóti. Hann lést 25. október, síðastliðinn á heimili sínu.

Foreldrar Egils voru Ólafur Magnússon frá Hnjóti, Örlygshöfn, f. 1. jan. 1900, d. 18. mars 1996, og Ólafía Egilsdóttir frá Sjöundá á Rauðasandi, f. 27. nóv. 1894, d. 20. okt. 1993. Ólafía lærði ljósmóðurstörf hjá Guðmundi Björnssyni landlækni í Reykjavík veturinn 1923-1924 og útskrifaðist frá Ljósmæðraskóla Íslands vorið 1924. Hún starfaði sem ljósmóðir í Rauðasandshreppi í aldarfjórðung eftir að hún lauk námi. Ólafur Magnússon var bóndi á Hnjóti þar sem þau bjuggu allan sinn búskap.

Systur Egils eru: Sigríður, f. 6. des. 1926, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Ara Benjamínssyni, f. 15. nóv. 1917, fyrrverandi bifreiðastjóra í Hafnarfirði. Sigurbjörg, f. 12. des. 1929, húsmóðir í Reykjavík, gift Bjarna Þorvaldssyni, f. 3. júlí 1931, fyrrverandi starfsmanni Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi.

Eiginkona Egils er Ragnheiður Magnúsdóttir, f. 1. des. 1926, frá Flatey á Breiðafirði. Þau giftu sig 12. ágúst 1954. Synir þeirra Egils og Ragnheiðar eru: Ólafur, f. 4. mars 1954, var kvæntur Ásdísi Ásgeirsdóttur, f. 25. feb. 1952. Egill Steinar, f. 22. maí 1955, d. 18. júlí 1969. Kristinn Þór, f. 14. apríl 1958, kvæntur Kristínu Valgerði Gunnarsdóttur, f. 3. des. 1962. Gunnar, f. 9. júní 1962, kvæntur Alison Mary Anna Mills, f. 19. okt. 1960. Fyrir átti Ragnheiður Magnús Jónsson, f. 28. mars 1947. Sambýliskona hans er Edda Pálsdóttir, f. 13. sept. 1945.

Útför Egils fer fram frá Sauðlauksdalskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.

ævi>