Nýr vettvangur: Viljum taka á málum með hlýju og nærgætni - segir Bjarni P. Magnússon SAMTÖK um nýjan vettvang efndu til fundar um borgarmál í Bjórhöllinni í Breiðholti í síðustu viku. Ávörp fluttu Bjarni P. Magnússon og Ólína Þorvarðardóttir.

Nýr vettvangur: Viljum taka á málum með hlýju og nærgætni - segir Bjarni P. Magnússon

SAMTÖK um nýjan vettvang efndu til fundar um borgarmál í Bjórhöllinni í Breiðholti í síðustu viku. Ávörp fluttu Bjarni P. Magnússon og Ólína Þorvarðardóttir.

Áður en fundurinn var settur lék Ríó tríóið nokkur lög. Þá flutti efsti maður lista Nýs vettvangs, Ólína Þorvarðardóttir, ávarp. Hún sagði meðalannars, að á þeim tíma, sem sjálfstæðismenn hefðu farið með völdin í borginni hefði biðtími eftir dag vistarrýmum fjórfaldast og ekki væri boðið upp á viðunandi kosti í dagvistun fyrir börn fram að þriggja ára aldri og eftir að skólaganga þeirra hæfist.

Ólína vék enn fremur að húsnæðismálum og taldi að þörf væri á fjölgun kaupleiguíbúða og leiguíbúða á vegum borgarinnar. Jafnframt minntist hún á mikil þörf væri á að bæta félagsaðstöðu unglinga, en þau mál væru ekki í nægilega góðu horfi, til dæmis í Seljahverfi.

Að lokum sagði Ólína Þorvarðardóttir, að opna þyrfti glugga stjórnkerfis borgarinnar og Nýr vettvangur væri eini raunhæfi kosturinn fyrir þá sem vildu breytingar. H listinn væri "hinn listinn í vor."

Þá tók til máls Bjarni P. Magnússon, borgarfulltrúi, en hann er í þriðja sæti framboðslista Nýs vettvangs. Hann ræddi nokkuð um húsnæðismál og sagði að með réttu ætti Reykjavík að hafa fengið úthlutað lánum til byggingar 400 kaupleiguíbúða en þær væru nú aðeins 40 á hennar vegum. Ástæðan væri sú, að meirihluti sjálfstæðismanna hefði fellt allar tillögur minnihlutans í borgarstjórn um byggingu íbúða af því tagi.

Hann vék að launamálum og sagði borgina reka láglaunastefnu. Enn fremur yrði að leysa hjúkruna rvanda aldraðra; það væri dýrt en á það bæri að líta, að Reykjavík væri rík borg og vel fær um það.

Bjarni sagði að lokum, að Nýr vettvangur vildi taka á málum með hlýju og nærgætni og legði jafnframt áherslu á að auka lýðræði í borginni. Nefndi hann í því sambandi hugmyndir um að hverfastjórnir tækju við ýmsum verkefnum borgarstjórnar.

Að ávörpunum loknum var fundarmönnum gefinn kostur á að koma á framfæri fyrirspurnum og ábendingum. Urðu þá nokkuð líflegar umræður. Var þar meðal annars vikið að málefnum aldraðra, fatlaðra, Fæðingarheimilisins og gat namálum í Breiðholti.