LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýndi Gullna hliðið á jólum 1941 í leikstjórn Lárusar Pálssonar. Davíð Stefánsson hafði lengi áður velt fyrir sér að gera leikrit úr þessum efnivið en þjóðsagan um Sálina hans Jóns míns hafði lengi verið honum hugstæð. Alþekkt er kvæði hans Sálin hans Jóns míns sem birtist á prenti 1933 og hvert mannsbarn kunni skil á. Í kvæðinu kemur Jón bóndi þó ekki við sögu heldur lýsir Davíð ferð kerlingar til hins gullna hliðs á himnum og hvernig hún kemur skjóðunni með sálinni hans Jóns inn fyrir með brögðum.
En oft hún til þess fann,
að skjóðan - hún var margfalt, margfalt,
meira virði en hann.
Lárus setti upp Gullna hliðið í Þjóðleikhúsinu 1951 og voru Brynjólfur og Arndís enn í aðalhlutverkum. Þau léku enn aðalhlutverkin í afmælissýningunni árið 1955 er Davíð Stefánsson varð sextugur en 1966 þegar Lárus tók í fjórða sinn að sér leikstjórn verksins fóru þau Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Rúrik Haraldsson með hlutverkin tvö og Gunnar Eyjólfsson lék Óvininn. Þá fór Lárus með Prologus svo hann lék í öllum uppfærslum sínum á verkinu.
Sveinn Einarsson stýrði sýningu Þjóðleikhússins á jólum 1976. Þar birtist himnaríki sem glæsilegur burstabær. Í hlutverkum Jóns og kerlingar voru Helgi Skúlason og Guðrún Stephensen og Erlingur Gíslason lék Óvininn. Einn leikari náði þeim áfanga á löngum ferli sínum að leika í öllum uppfærslum Leikfélags Reykjavíkur og Þjóðleikhússins. Það var Valur Gíslason sem lék Lykla-Pétur í öllum sýningunum nema þeirri síðustu, þar lék hann bónda en Árni Tryggvason tók við hlutverki Péturs. Tónlist Páls Ísólfssonar sem hann samdi fyrir frumuppfærsluna hefur einnig fylgt öllum sýningum verksins og þykir vafalaust mörgum sem þetta tvennt sé óaðskiljanlegt.
Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri stjórnaði mynd Sjónvarpsins af Gullna hliðinu 1984
og voru Guðrún Stephensen, Jón Sigurbjörnsson og Arnar Jónsson í hlutverkum kerlingar, Jóns og Óvinarins. Róbert Arnfinnsson lék Lykla-Pétur. Sú mynd vakti einnig athygli fyrir nýstárlega myndvinnslu á þeim tíma en öll umgjörð hennar var unnin í svokallaðri krómatækni þar sem myndverk Snorra Sveins Friðrikssonar gegndu lykillhlutverki.
Þá var Gullna hliðið flutt í Ríkisútvarpinu 1950 og endurflutt 1963 í leikstjórn Lárusar Pálssonar.
Leikfélag Sauðárkróks1946-47. Leikstjóri: Eyþór Stefánsson.
Leikfélag Selfoss1956-57.
Leikfélag Sauðárkróks 1964-65. Leikstjóri: Guðjón Sigurðarson.
Leikfélag Hornafjarðar1971-72. Leikstjóri: Kristján Jónsson.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs1973-74. Leikstjóri: Erlingur E. Halldórsson.
Litli leikklúbburinn Ísafirði 1973-74.
Leikfélag Dalvíkur1973-74. Leikstjóri: Jóhann Ögmundsson.
Litla leikfélagið, Garði 1981-82. Leikstjóri: Jón Júlíusson.
Leikfélag Húsavíkur 1982-83. Leikstjóri: Einar Þorbergsson.
Leikfélag Seyðisfjarðar 1982-83. Leikstjóri: Auður Jónsdóttir.
Leikfélagið á Hvammstanga 1983-84. Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson.
Freyvangsleikhúsið 1992-93 (Aðeins hluti) Leikstjórn: 3 félagar í leikfélaginu.
Halaleikhópurinn1996-97. Leikstjóri: Edda V. Guðmundsdóttir.
Nafnlausi leikhópurinn 1996-97. Leikstjóri: Þórir Steingrímsson.
Umf. Hrunamannanna1997-98. Leikstjóri: Halla Guðmundsdóttir.
1948 Gestaleikur LR í Svenska Teatern í Helsingfors.
1948 Gateway Theatre í Edinborg.
1949 Turun Kaupunginteatteri í Turku (Åbo).
1949 Vallgård-teater í Helsingfors.
1949 Jesus College Dramatic Society í Oxford.
1950 Gateway Theatre, á Edinborgarhátíð.
1952 Den Nasjonale Scene í Bergen.
1955 Leikfélag landans í Winnipeg, (þættir).
1956 Rogaland Teater í Stavanger.
1956 Tampereen Työväen Teatteri í Tampere.
1957 Folketeatret í Kaupmannahöfn, gestaleikur Þjóðleikhússins.
1957 Nasjonalteatret í Ósló, gestaleikur Þjóðleikhússins.
1972 New Icelandic Drama Society, á Íslendingadegi í Winnipeg.
1973 Dansk Amatør Teater Samvirkes Landsstevne í Askov, gestaleikur Leikfélags Húsavíkur.
Einnig hefur Gullna hliðið verið flutt í útvarpi í Svíþjóð, Noregi,
Finnlandi og Danmörku.
Gullna hliðið hefur verið prentað á ensku (The Golden Gate), færeysku (Gyltalið) og sænsku (Den gyllene porten), en einnig þýtt yfir á dönsku (Den gyldne port), finnsku (Kultainen portti) og norsku (Den gyllte porten).
Frumuppfærslan lífseig
Í frumuppfærslunni fóru þau Brynjólfur Jóhannesson og Arndís Björnsdóttir með hlutverk Jóns og kerlingar. Urðu þau heilli kynslóð algjörlega óaðskiljanleg frá þessum persónum og léku þau margoft síðar. Lárus lék sjálfur Óvininn. Uppfærsla Lárusar varð lífseig. Hún var tekin aftur til sýninga þegar Leikfélaginu bauðst að fara í sínu fyrstu leikferð út fyrir landsteinana 1948. Var farið til Finnlands og í kjölfarið var Gullna hliðið leikið um 35 sinnum í Iðnó.
Friðarmerkið umdeilt
Með nokkrum rökum má segja að ein túlkun verksins hafi ráðið ferðinni allt til þess að Leikfélag Akureyrar sviðsetti verkið í umdeildri sýningu Sigmundar Arnar Arngrímssonar í janúar 1970. Var þar vikið frá þeirri hefð sem Lárus hafði skapað í nánu samráði við höfundinn sem fylgdist grannt með æfingum í Iðnó í nóvember og desember 1941. Davíð hafði sjálfur lagt til lýsingu á útliti Óvinarins en í Akureyrarsýningunni var farin önnur leið og dró gervi óvinarins (Arnar Jónsson) dám af lýsingum trúarrita á hinum fallna engli Lúsiífer. Sérstaklega virtist þó fara fyrir brjóstið á mörgum að hurðarhúnar Gullna hliðsins voru í lögun eins og friðarmerkið fræga! Spunnust af þessu ýmis konar blaðaskrif. Í hlutverkum Jóns og kerlingar voru Jón Kristinsson og Þórhalla Þorsteinsdóttir. Leikfélagið á Akureyri hafði að sjálfsögðu sviðsett Gullna hliðið áður undir stjórn Jóns Norðfjörð
;
í fyrra sinnið á jólum 1943 og þá kom Arndís Björnsdóttir norður og lék kerlinguna. Jón bónda lék Björn Sigmundsson, Jón Ögmundsson lék Lykla-Pétur og Jón Norðfjörð lék sjálfur Óvininn. Jón stýrði einnig næstu sýningu á Gullna hliðinu á Akureyri á jólum 1956. Þá lék Matthildur Sveinsdóttir kerlingu, Björn Sigmundsson Jón bónda, Jón Ögmundsson Lykla-Pétur og Árni Jónsson lék Óvininn. Munu þessar sýningar hafa fylgt þeirri forskrift sem Lárus Pálsson lagði með frumuppfærslu sinni.
Sýningar áhugaleikfélaga
Áhugaleikfélögin hafa verið iðin við að færa upp Gullna hliðið og fer hér á eftir listi yfir þær uppfærslur sem Bandalag íslenskra leikfélaga hefur undir höndum.
Sýningar á erlendri grund
1946 Det Norske Teater í Ósló.