Ragnhildur Jónsdóttir í Fagradal og Karl Pálmason í Kerlingadal með útigangsána, sem er í góðum holdum þrátt fyrir harðan vetur.
Ragnhildur Jónsdóttir í Fagradal og Karl Pálmason í Kerlingadal með útigangsána, sem er í góðum holdum þrátt fyrir harðan vetur.
Fagradal- Í byrjun þorra rakst fréttaritari á einmana kind austan við Háfell á Múlakvísl, sem af einhverjum ástæðum hefur ekki fundist þegar verið var að smala í haust.
Fagradal- Í byrjun þorra rakst fréttaritari á einmana kind austan við Háfell á Múlakvísl, sem af einhverjum ástæðum hefur ekki fundist þegar verið var að smala í haust. Hringt var hið bráðasta eftir hjálp og kom Karl Pálmason í Kerlingadal með hund og kerru. Vel gekk að handsama kindina sem er tveggja vetra og er frá Kerlingadal. Ærin er í mjög góðum holdum þrátt fyrir snjóþungan vetur í Mýrdalnum.