LANDVERND, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun, Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði og Stilling hf. hafa tekið höndum saman um kynningu og útbreiðslu á hreyfilhiturum.
LANDVERND, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun, Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði og Stilling hf. hafa tekið höndum saman um kynningu og útbreiðslu á hreyfilhiturum.

Fundurinn verður haldinn í dag, fimmtudaginn 27. janúar, kl. 14 í Perlunni í Reykjavík. Á fundinum verður útskýrð notkun hreyfilhitara og hvað verið er að gera hér á landi til að stuðla að frekari notkun þeirra hér á landi.

Í fréttatilkynningu segir að hreyfilhitarar séu útbreiddir í Noregi, Svíþjóð, Finnladi og víðar. Þeir dragi úr losun mengandi efna og gróðurhúsalofttegunda.