UNDANFARNA daga hafa helstu tískusérfræðingar heimsins verið að kynna haust- og vetrartísku fyrir árið 2000, en sumir líta sér þó nær og huga að sumrinu enda sól að hækka á lofti og dagur að lengjast, í það minnsta á norðurhveli jarðar.
UNDANFARNA daga hafa helstu tískusérfræðingar heimsins verið að kynna haust- og vetrartísku fyrir árið 2000, en sumir líta sér þó nær og huga að sumrinu enda sól að hækka á lofti og dagur að lengjast, í það minnsta á norðurhveli jarðar. Á dögunum sýndi ítalski tískuhönnuðurinn Renato Balestra hönnun sína fyrir sumarið í tískuviku í Rómaborg. Þar mátti sjá þessa bleiku útfærslu á sumarstúlkunni ítölsku, enda Balestra ekkert fyrir föla liti heldur vill hann að villtir tónar litaskalans njóti sín til fulls í fatnaði manna.