LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hefur hvatt til umræðu um þunglyndi. Inn í þá umræðu hefur komið umfjöllun um sjálfsvíg. Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar vill vekja athygli á tveim bókum sem geta komið að gagni í þessari umræðu.
LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hefur hvatt til umræðu um þunglyndi. Inn í þá umræðu hefur komið umfjöllun um sjálfsvíg. Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar vill vekja athygli á tveim bókum sem geta komið að gagni í þessari umræðu.

Um er að ræða hefti sem heitir "Um sjálfsvíg" og er álit Þjóðmálanefndar kirkjunnar sem kom út 1997. Dr. Pétur Pétursson fjallar um trúarlega og siðferðislega afstöðu til sjálfsvíga og um hlutverk kirkjunnar gagnvart sjálfsvígum ásamt sr. Árna Pálssyni og sr. Jóni Bjarman.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson fjallar um sjálfsvíg í ljósi fimmta boðorðsins og sr. Sigurður Pálsson ritar hvatningu til skólayfirvalda.

Þá er erindi sem Guðrún Eggertsdóttir djákni flutti í apríl 1997 sem nefnist "Sjálfsvíg!...hvað svo?" en hún er einnig höfundur bókar með sama titli. Sú bók fjallar um líf ættingja þess sem fallið hefur fyrir eigin hendi og hvað sé til ráða fyrir þá sem eru í þeirri erfiðu og oft vonlausu aðstöðu. Hún gerir grein fyrir sögulegu samhengi sjálfsvíga en fjallar einnig um aðstandendur, líðan þeirra og tilfinningar. Þá er einnig fjallað um í hverju stuðningur vina og ættinga getur falist.

Bækurnar fást í flestum bókabúðum.