Baldvin B. Haraldsson
Baldvin B. Haraldsson
BALDVIN Björn Haraldsson lögmaður hefur verið skipaður í stjórn gerðardóms Alþjóðaverslunarráðsins, sem er í París, fyrir tímabilið 1.1. 2000 til 31.12. 2002. Í gerðardómnum sitja 65 einstaklingar frá 65 löndum auk forsetans, dr. Roberts R.
BALDVIN Björn Haraldsson lögmaður hefur verið skipaður í stjórn gerðardóms Alþjóðaverslunarráðsins, sem er í París, fyrir tímabilið 1.1. 2000 til 31.12. 2002.

Í gerðardómnum sitja 65 einstaklingar frá 65 löndum auk forsetans, dr. Roberts R. Briner lögmanns frá Sviss, og 10 varaforseta. Stýrir stjórnin starfi dómstólsins, skipar gerðardómara í einstökum gerðardómsmálum og fylgist með málsmeðferð þeirra.

Gerðardómurinn var stofnaður 1923 og hefur verið leiðandi alþjóðlegur gerðardómur í heiminum allt frá stofnun. Hefur gerðardómurinn skipað dómara til lausnar ágreiningsmála milli samningsaðila í meira en 10.000 málum frá um 170 löndum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.