PATREKUR Jóhannesson þótti vera harður í horn að taka í viðskiptum sínum við Morten Bjerre, leikmann danska landsliðsins, þegar þjóðirnar áttust við í fyrrakvöld. Blaðamaður danska dagblaðsins B.T.
PATREKUR Jóhannesson þótti vera harður í horn að taka í viðskiptum sínum við Morten Bjerre, leikmann danska landsliðsins, þegar þjóðirnar áttust við í fyrrakvöld. Blaðamaður danska dagblaðsins B.T., Ole Ravn, segir í umsögn sinni um leikinn að Patrekur hafi tekið hraustlega á Bjerre og notað ýmis ráð. Að mati Ravns sé ekki að undra þótt Patrekur sé þekktur sem "baldni drengurinn" í þýsku deildarkeppninni. Hann sé ekki alltaf vandur að meðulum við að stöðva andstæðingana. Fyrir vikið verðskuldi hann að vera á meðal efstu manna á lista yfir grófustu leikmenn keppninnar.