Svona var ástandið í gær í Jacksonville í Norður-Karólínu en þar og í Virginíu hefur verið lýst yfir neyðarástandi vegna mestu snjóþyngsla frá 1927.
Svona var ástandið í gær í Jacksonville í Norður-Karólínu en þar og í Virginíu hefur verið lýst yfir neyðarástandi vegna mestu snjóþyngsla frá 1927.
STÓRHRÍÐ og hvassviðri hafa valdið vandræðum víða á austurströnd Bandaríkjanna og hafa opinberar skrifstofur í Washington og víðar verið lokaðar síðustu tvo daga. Veruleg röskun hefur orðið á flugsamgöngum og miklar rafmagnstruflanir.
STÓRHRÍÐ og hvassviðri hafa valdið vandræðum víða á austurströnd Bandaríkjanna og hafa opinberar skrifstofur í Washington og víðar verið lokaðar síðustu tvo daga. Veruleg röskun hefur orðið á flugsamgöngum og miklar rafmagnstruflanir.

Snjórinn er víða 60 sm djúpur og hefur hann skafið í mikla skafla, sem lokað hafa vegum. Eru að minnsta kosti fimm dauðsföll rakin til veðursins auk þess sem fimm ára gamallar stúlku er saknað í Massachusetts. Er óttast, að hún hafi fallið í á.

Mestu snjóþyngsli frá árinu 1927

Veðrið hefur slæmt allt frá Maine til Suður-Karólínu og í Norður-Karólínu og í Virginíu var lýst yfir neyðarástandi vegna snjóþyngslanna. Hafa þau ekki verið meiri þar frá árinu 1927.

Kom veðrið jafnvel veðurfræðingum í opna skjöldu og er það versta á þessum slóðum í mörg ár. Þá er það líka óvenjulegt hvað kuldakastið nær yfir stórt svæði.

Áhyggjur af flóðum

Sums staðar í New Jersey, Delaware og Pennsylvaníu var skafrenningurinn svo mikill, að ekki sá út úr augum og óttast var einnig, að álandsvindurinn ylli flóðum með ströndinni.

Í flughöfnum á þessu svæði öllu var hundruðum eða þúsundum flugferða aflýst og nokkuð var um, að lestarferðir legðust af vegna veðursins.

Aflýsa varð sumum íþróttakappleikjum vegna veðurs og í sumum ríkjanna lá allt skólahald niðri. Enn var spáð snjókomu í gær í Pennsylvaníu og norður úr.