Þorsteinn G. Gunnarsson hefur tekið til starfa sem ráðgjafi hjá Athygli ehf. Hann hefur starfað lengi sem blaðamaður, m.a. hjá NT, Tímanum og Fróða hf. Þá vann hann að markaðsmálum hjá Auk hf. Síðast var Þorsteinn framkvæmdastjóri Íþrótta fyrir alla.
Þorsteinn G.

Gunnarsson

hefur tekið til starfa sem ráðgjafi hjá Athygli ehf. Hann hefur starfað lengi sem blaðamaður, m.a. hjá NT, Tímanum og Fróða hf. Þá vann hann að markaðsmálum hjá Auk hf. Síðast var Þorsteinn framkvæmdastjóri Íþrótta fyrir alla. Hann hefur og haft með höndum margvíslega þáttagerð fyrir útvarp frá árinu 1983.

Þröstur Árnason

hefur hafið störf sem blaðamaður hjá Athygli ehf. Þröstur lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 1997 og nam frönsku við Université de Provence veturinn 1998-1999. Hann hefur unnið sem blaðamaður í lausamennsku fyrir ýmis blöð og tímarit.

Árni Þórður

Jónsson

tók til starfa sem ráðgjafi hjá Athygli ehf. nú eftir áramótin. Hann hefur starfað sem blaðamaður á prentmiðlum frá 1980, verið fréttamaður á Ríkisútvarpinu og Bylgjunni um árabil og á Sjónvarpinu frá 1987. Varafréttastjóri í afleysingum var Árni Þórður um skeið og umsjónarmaður kosningadagskrár Sjónvarps vegna byggðakosninga 1998 og alþingiskosninga 1999.