Vinirnir Adam og Zack lenda í ótrúlegu boði hjá glæpamanninum Burke í myndinni "Go".
Vinirnir Adam og Zack lenda í ótrúlegu boði hjá glæpamanninum Burke í myndinni "Go".
Börn himnanna/ Bacheha-Ye aseman Írönsk kvikmynd sem segir einfalda sögu og bregður upp einlægri mynd af tilveru samheldinnar fjölskyldu í fátækrahverfi í Teheran. Ljúf og yndisleg sending frá fjarlægu heimshorni.

Börn himnanna/ Bacheha-Ye aseman

Írönsk kvikmynd sem segir einfalda sögu og bregður upp einlægri mynd af tilveru samheldinnar fjölskyldu í fátækrahverfi í Teheran. Ljúf og yndisleg sending frá fjarlægu heimshorni.

Illur ásetningur / Cruel Intentions ½

Nútímaútgáfa af frönsku 18. aldar skáldsögunni Hættuleg kynni (Les Liaisons dangereuses) í umhverfi vellauðugra Manhattan-búa. Greinilega ætluð fyrir ungdómsmarkaðinn en er áhugaverð sem slík.

Vefurinn / Matrix

Með athyglisverðari kvikmyndum sem hafa skilað sér úr hringiðu Hollywood-iðnaðarins síðustu ár. Listileg blanda af kraftmiklum hasar og heimspekilegum veruleikapælingum. Stíll, útlit og tæknibrellur vekja aðdáun.

10 atriði í fari þínu sem ég hata / 10 Things I Hate about You) ½

Óvenju góð unglingamynd sem sver sig í ætt við Glórulaus (Clueless). Sagan byggist lauslega á verki Shakespeares Skassið tamið og býður upp á hnyttin og vel útfærð samtöl. Hinir ungu leikarar sýna að þeir eru ekki einungis snoppufríðir heldur búa líka yfir hæfileikum. Prýðis skemmtun sem ristir þó ekki djúpt.

Þrjár árstíðir / Three Seasons

Gullfallegt kvikmyndaverk sem segir frá lífsbaráttu nokkurra persóna í Ho Chi Minh-borg (áður Saigon) í Víetnam.

Leikurinn / The Match ½

Bráðskemmtileg og vel gerð fótboltamynd sem lýsir ástum og örlögum íbúa í skoskum smábæ.

Ástkær / Beloved ½

Dálítið mistæk kvikmyndun á mögnuðu skáldverki Toni Morrison sem fjallar um þjáningar þrælahaldsins í Bandaríkjunum og eftirköst þess. Myndin gæti þó orðið þolinmóðum áhorfendum áhrifarík upplifun.

Svartur köttur, hvítur köttur / Crna macka, beli macor

Emir Kusturica gefur galsanum lausan tauminn í þessum tryllingslega og bráðfyndna farsa.

Októberhiminn / October Sky

Mannleg og hrífandi mynd sem lýsir vel draumum og þrám um að skipta máli, stíga skrefið fram á við og setja mark sitt á söguna. Rennur einkar ljúflega í gegn.

Aparéttarhöldin / Inherit the Wind ½

Framúrskarandi vandað réttardrama þar sem tveir af meisturum kvikmyndasögunnar, Jack Lemmon og George C. Scott, fara hreinlega á kostum í bitastæðum hlutverkum.

Prúðuleikarar úr geimnum / Muppets from Space ½

Hér mæta Prúðuleikararnir til leiks, ærslafullir og bráðfyndnir sem endranær. Dálítið verið að Hollywood-væða gömlu góðu brúðurnar en á skemmtilegan hátt engu að síður.

Þjófar á nóttu / Thick as Thieves

Vönduð glæpasaga sett fram á ferskan og frumlegan máta. Með henni virðist áhugaverður leikstjóri, Scott Sanders, kominn fram á sjónarsviðið. Alec Baldwin nýtur sín vel sem og aðrir leikarar.

Notting Hill ½

Meðalgóð ástarsaga sem á sér stað í hinu heillandi Notting Hill-hverfi í Lundúnum. Myndin nýtur sín í einstökum kómískum atriðum fremur en heildarfrásögninni. Hugh Grant er sömuleiðis nokkuð hæpinn.

Tedrykkja með Mússólíní / Tea with Mussolini

Ítalski leikstjórinn Franco Zeffirelli hverfur aftur til æskuslóða sinna í þessari hálf-sjálfsævisögulegu kvikmynd. Hann nýtur liðsinnis frábærra leikkvenna og umgjörðin er einkar glæsileg.

Sálgreindu þetta/ Analyse This

Fagmannleg og vel lukkuð grínmynd þar sem flestir ef ekki allir standa fyrir sínu. Robert De Niro fær augljóslega kærkomið færi á að gera grín að klisjum sem hann hefur sjálfur átt þátt í að skapa.

Farðu / Go

Frískleg glæpablandin gamanmynd sem fer skemmtilega með hinn brotakennda frásagnarstíl sem Tarantino gerði frægan um árið. Frumleg og vel leikinungdómsmynd.

Skrifstofurými / Office Space

Fersk og bráðfyndin gamanmynd um þrúgandi veruleika vinnunnar á tímummarkaðshyggju og stórfyrirtækja. Fyrri helmingur myndarinnar tekur á þessuefni á snilldarlegan hátt en fer síðan út í aðra og ómerkilegri sálma.

Heiða Jóhannsdóttir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson