Hliðar bílsins eru hvor með sinni áferð.
Hliðar bílsins eru hvor með sinni áferð.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
CITROEN hefur ákveðið að hefja framleiðslu á Pluriel smábílnum sem frumsýndur var á bílasýningunni í Frankfurt síðastliðið haust. Pluriel má lýsa sem þremur bílum í einum, þ.e. hlaðbak, blæjubíl og pallbíl.

CITROEN hefur ákveðið að hefja framleiðslu á Pluriel smábílnum sem frumsýndur var á bílasýningunni í Frankfurt síðastliðið haust. Pluriel má lýsa sem þremur bílum í einum, þ.e. hlaðbak, blæjubíl og pallbíl. Bíllinn er með blæjuþaki og aftursætin eru niðurfellanleg. Talið er að framleiðsla hefjist 2002 og bíllinn verður smíðaður í Frakklandi. Í fyrra ákvað Citroen að hefja framleiðslu á öðrum smábíl sem þó er einum stærðarflokki ofar en Pluriel. Það er bíllinn C3 sem leysir Saxo af hólmi og kemur á markað á næsta ári eða snemma árs 2002.

Innanbúðarmenn hjá Citroen telja að Pluriel og C3 gefi framleiðandanum á ný ímynd framsækni í hönnun. Pluriel er af sumum talinn nýr Braggi, og vísa þar til 2CV sem kom á markað 1948.