Sveit Skeljungs Reykjavíkurmeistari 2000 20 sveitir tóku þátt í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni 2000. Spilaðir voru 16 spila leikir, allir við alla og fékk sveit Skeljungs 381 stig.

Sveit Skeljungs Reykjavíkurmeistari 2000

20 sveitir tóku þátt í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni 2000. Spilaðir voru 16 spila leikir, allir við alla og fékk sveit Skeljungs 381 stig. Í öðru sæti var Subaru-sveitin með 371 stig og í þriðja sæti varð sveit Samvinnuferða Landsýnar. Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar eru Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Anton Haraldsson og Sigurbjörn Haraldsson. Fyrir Subaru-sveitina spiluðu: Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson, Sverrir Ármannsson, Aðalsteinn Jörgensen og Matthías Þorvaldsson. Með Samvinnuferðum spiluðu: Helgi Jóhannsson, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson og Björn Eysteinsson.

15 sveitir unnu sér rétt til að spila í undanúrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppni 2000 og eru þær auk þriggja efstu sveitanna: Ferðaskrifstofa Vesturlands, Þrír Frakkar, Ísak Örn Sigurðsson, Flugleiðir frakt, ESJA kjötvinnsla, Málning, Iceclean, ÍR-sveitin, Roche, Frímann Stefánsson, Olís og TNT. Sveit KODAK er fyrsta varasveit Reykjavíkur.

Bridsfélag Reykjavíkur

Þriðjudaginn 1. febrúar var spilað 2. kvöldið af 5 í aðalsveitakeppni félagsins. 3 fyrstu kvöldin eru spilaðir 9 tíu spila leikir eftir Monrad-fyrirkomulagi. Þá fara 4 efstu sveitirnar í úrslitakeppni en hinar spila áframhaldandi Monrad. Staðan eftir 6 umferðir er:

1. Roche 108

2. Skeljungur 106

3. Björgvin Þorsteinsson 100

4. Iceclean 97

5. ÍR-sveitin 96

6. Flugleiðir frakt 94

Miðvikudaginn 2. febrúar var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Howell-tvímenningur með þátttöku 12 para. Spilaðar voru 10 umferðir með 3 spilum á milli para og efstu pörin voru:

Jóhann Magnúss. - Kristinn Karlss. +24

Gísli Steingríms. - Sigurður Steingríms. +23

Gylfi Baldurss. - Steinberg Ríkarðss. +17

Jóhannes Bjarnas. - Hermann Sigurðss. +15

Stefán Garðarss. - Runólfur Jónss. +5

9 pör tóku þátt í verðlaunapottinum sem var því alls 4.500 krónur og rann hann til Jóhanns og Kristins.

BR verður með eins kvölds tvímenninga í allan vetur á miðvikudags- og föstudagskvöldum. Spilaðir eru Mitchell- og Monrad barómeter-tvímenningar til skiptis. Spilamennska byrjar kl. 19:30 á miðvikudögum en 19:00 á föstudögum. Á miðvikudögum gefst pörum kostur á að taka þátt í verðlaunapotti og á föstudögum er miðnætursveitakeppni strax eftir að tvímenningnum lýkur. Spilarar sem eru 20 ára og yngri spila frítt á miðvikudögum og föstudögum.