ÁR drekans gekk í garð í gær samkvæmt kínverska tímatalinu og mikil hátíðahöld voru því í Kína og fleiri löndum Asíu. Fögnuðurinn var þó líklega mestur meðal kínverskra íbúa Indónesíu sem fengu að fagna nýju ári utandyra í fyrsta sinn í þrjá áratugi.
ÁR drekans gekk í garð í gær samkvæmt kínverska tímatalinu og mikil hátíðahöld voru því í Kína og fleiri löndum Asíu. Fögnuðurinn var þó líklega mestur meðal kínverskra íbúa Indónesíu sem fengu að fagna nýju ári utandyra í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Suharto, fyrrverandi einræðisherra landsins, setti lög sem kváðu á um að Kínverjar mættu aðeins halda upp á áramótin samkvæmt kínverska tímatalinu heima hjá sér eða í hofum sínum. Lögin hafa nú verið afnumin og íbúar Jakarta gátu því fylgst með ýmsum kynjaverum á götum borgarinnar, eins og þessu dansandi ljóni.