JÖRG Haider, leiðtogi Frelsisflokksins í Austurríki, ýjaði að því í gær, að hann myndi koma í veg fyrir að Evrópusambandið (ESB) gæti tekið ákvarðanir ef aðildarríki þess héldu áfram refsiaðgerðum gegn Austurríki.

JÖRG Haider, leiðtogi Frelsisflokksins í Austurríki, ýjaði að því í gær, að hann myndi koma í veg fyrir að Evrópusambandið (ESB) gæti tekið ákvarðanir ef aðildarríki þess héldu áfram refsiaðgerðum gegn Austurríki.

"Stefna ESB er aðeins ákveðin í ráðherraráðum, þar sem ákvarðanir þurfa að vera samþykktar einróma," sagði hann og bætti við að ESB myndi fljótt komast að því hvernig það væri að hafa ráðherra Frelsisflokksins í ráðunum. "Þeir eiga eftir að sitja með okkur á fundum, og ef ekki, verða engar ákvarðanir teknar í ESB."