Lestin brunar, hraðar, hraðar, húmið ljósrák sker, bráðum ert þú einhvers staðar óralangt frá mér. Út í heim þú ferð að finna frama nýjan þar, ég hverf inn til anna minna, allt er líkt og var.
Lestin brunar, hraðar, hraðar,
húmið ljósrák sker,
bráðum ert þú einhvers staðar
óralangt frá mér.
Út í heim þú ferð að finna
frama nýjan þar,
ég hverf inn til anna minna,
allt er líkt og var.
Þú átt blóðsins heita hraða,
hugarleiftur kvik;
auðlegð mín er útskersblaða
aldagamalt ryk.
Einhvers skírra, einhvers blárra
æskti hugur minn,
og þú dreifðir daga grárra
deyfð og þunga um sinn.
Jón Helgason.