Síður frakki og trefill með  nafni  fótboltaliðsins Arsenal passar vel við röndóttar buxur.
Síður frakki og trefill með nafni fótboltaliðsins Arsenal passar vel við röndóttar buxur.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
KARLAR í snyrtilegum klæðnaði spranga nú um sýningarpalla tískuborgarinnar New York þessa dagana.

KARLAR í snyrtilegum klæðnaði spranga nú um sýningarpalla tískuborgarinnar New York þessa dagana. Tískuvikur eru um þessar mundir haldnar um allan heim og sýna fremstu hönnuðir nútímans þar allt sem þeir hafa upp á að bjóða fyrir komandi vor, sumar og haust.

Sandy Dalal, Claiborne og BC Ethic-tískuhúsin sýndu hausttískuna á fimmtudaginn og tóku sýningargestir andköf yfir ósköpunum, slík voru áhrifin. Menn Dalal voru strákslega klæddir en þó glæsileikinn uppmálaður. Síðir frakkar, stuttir jakkar og þröngir bolir einkenndu sýningu hans en glansandi leður var aðall Claiborne.