LÍTIL stúlka í þorpinu Fengxiang í Kína límir hér úrklippu á glugga. Úrklippan er verk bóndans Li Ke sem jafnframt telst meistari þessarar fornu kínversku listar.

LÍTIL stúlka í þorpinu Fengxiang í Kína límir hér úrklippu á glugga. Úrklippan er verk bóndans Li Ke sem jafnframt telst meistari þessarar fornu kínversku listar.

Úrklippur hans hafa getið sér svo gott orð að verk hans hafa verið sýnd bæði í Frakklandi og Japan. Heima fyrir er hins vegar lítill áhugi á að viðhalda úrklippugerðinni og finnur Li Ke engan arfbera að þessari fornu list.

Það er gömul kínversk hefð í Shanxi-héraðinu að fagna nýju ári með klippimyndum.