Í dag er sunnudagur 6. febrúar, 37. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: "Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt."

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Bakkafoss og La garfoss koma í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Venur, Hamrasvanur og L agarfoss koma á morgun.

Mannamót

Aflagrandi 40. Á morgun kl. 8.45 leikfimi, kl. 14 félagsvist.

Árskógar 4. Á morgun kl. 9-16.30 handavinna, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13-16.30 opin smíðastofan, kl. 13.30 félagsvist.

Bólstaðarhlíð 43 . Á morgun, kl. 9-16 handavinna, kl. 9-12 bútasaumur, kl. 10.15-11 sögustund, kl. kl. 13-16 bútasaumur.. Kveðjum þorrann föstud. 18. feb.. Bingó kl. 17, fjöldasöngur, Ragnar Levi mætir með harmónikkuna, Álftagerðisbræður taka lagið. Allir velkomnir. Uppl. og skráning í s. 568-5052.

Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Gullsmára 13 (Gullsmára) á mánudögum kl. 20.30.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun, mánudag, verður spiluð félagsvist kl. 13:30. Fimmtudaginn 10. feb. verður opið hús.

Félag eldri borgara, í Reykjavík og nágrenni, Ásgarði Glæsibæ. Félagsvist í dag kl. 13.30, Dansleikur kl. 20 Caprí tríó leikur fyrir dansi. Mánud. Brids kl. 13. Ath! sveitakeppni verður spiluð mánud., ekki tvímenningur. Námskeið í upplestri, framsögn og leiklist hefst í dag kl. 16.15, leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Danskennsla Sigvalda kl. 19 fyrirframhald, og kl. 20.30 fyrir byrjendur. Þriðjud.: Skák kl. 13 og alkort kl. 13.30. Sýning leikhópsins Snúðs og Snældu á leikritinu "Rauðu klemmunni". Sýningar verða á sunnud. kl. 17, miðvikud. og föstud. kl. 14. Uppselt er á frumsýninguna í dag. Miðapantanir í s. 588-2111, 551-2203 og 568-9082.

Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ. Opið hús í Kirkjuhvoli á þriðjudögum kl. 13. Boccia kl. 10.30 á fimmtudögum, tekið í spil og fleira. Leikfimi í Kirkjuhvoli á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12.

Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 myndlist, kl. 10-13 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 13.30 enska.

Furugerði 1. Á morgun kl. 9 bókband, aðstoð við böðun og handavinna, kl. 13 ganga, kl. 13.15 leikfimi, kl. 14 sögulestur.

Gerðuberg, félagsstarf. Sýning Guðmundu S. Gunnarsdóttur er opin í dag. Á morgun kl. 9- 16.30 vinnustofur opnar, m.a. tréútskurður, umsjón Hjálmar Th. Ingimundarsson, frá hádegi spilasalur opinn, kóræfing fellur niður í dag, kl. 15.30 danskennsla hjá Sigvalda. Veitingar í teríu

Gjábakki,

Fannborg 8. Á morgun handavinnustofan opin. kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl. 13 lomber, kl. 13.30 skák og enska.

Gullsmári, Gullsmára 13 Á morgun leikfimi kl. 9.30 og 10.15, myndlist kl. 13. Vefnaður kl. 9, fótaaðgerðastofan opin frá kl. 10 til 16, göngubrautin til afnota kl. 9-17 virka daga. Fyrirhugað þorrablót í Gullsmára, verður laugard. 19. feb. kl. 18, ef næg þátttaka fæst. Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst eða í síðasta lagi þriðjud. 8. feb. kl. 9-17 á staðnum eða í s. 564-5260.

Hraunbær 105. Á morgun kl. 9-16.30 postulín og opin vinnustofa, kl. 10-10.30 bænastund, kl. 13-17 hárgreiðsla, kl. 13.30 gönguferð.

Hvassaleiti 56-58 . Á morgun kl. 9 fótaaðgerðir, keramik, tau og silkimálun hjá Sigrúnu, kl. 9.30 boccia, kl. 10.45 línudans hjá Sigvalda, kl. 13 frjáls spilamennska.

Hæðargarður 31. Á morgun kl. 9-16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9-17 hárgreiðsla og böðun, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Sýning í Skotinu. Í félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31 stendur yfir sýning ísýningaraðstöðu eldri borgara á útskornum og renndum trémunum. Sýningin stendur til 23. feb. og er opin alla virka daga frá kl. 9-16.30.

Norðurbrún 1 . Á morgun kl. 9 fótaaðgerðastofan opin. Bókasafnið opið frá kl. 12-15, kl. 13-16.30 handavinnustofan opin, leiðb. Ragnheiður.

Vesturgata 7 . Á morgun kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10-11 boccia, kl. 13-16 kóræfing-Sigurbjörg, kl. 13.30-14.30 danskennsla byrjendur.

Vitatorg. Á morgun kl. 9-12 smiðjan, kl. 9-13 bókband, kl. 9.30-10 stund með Þórdísi, kl. 10-11 boccia, kl. 10-12 bútasaumur, kl. 13-16 handmennt , kl. 13-14 leikfimi, kl. 13-16.30 brids-aðstoð. Dömukvöld Góugleði verður haldin á Vitatorgi við Lindargötu föstud. 18. feb. og hefst með fordrykk kl. 18. Allar dömur 67 ára og eldri velkomnar. Upplýsingar í s. 561-0300/Vitatorg og 587-2888/ Hraunbær.

Bahá'ar. Opið hús í kvöld í Álfabakka 12 kl. 20.30. Allir velkomnir.

Brids-deild FEBK í Gullsmára. Næstu vikur verður spilaður tvímenningur mánudaga og fimmtudaga í Gullsmára 13. Mætið vel fyrir kl. 13.

Félag breiðfirskra kvenna Aðalfundur félagsins verður mánudaginn 7. feb. kl. 20 mætum vel og eflum félagið okkar.

Félag Snæfellinga og Hnappdælinga . Bingó verður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, sunnud. 6. febrúar kl. 15. Góðir vinningar. Allur ágóði rennur til húss félagsins að Eyri. Í kaffihléi mun Andrés Erlingsson kynna og lesa upp úr bók sinni um Búðir á Snæfellsnesi, sem kemur út á næstunni. Allir velkomnir .

Félag áhugafólks um íþróttir aldraða. Leikfimin í Bláa salnum (Laugardalshöll) er á mánudögum og fimmtudögum kl. 14.30. Kennari Margrét Bjarnadóttir. Allir velkomnir.

GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3-5 Reykjavík og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30.

Kristniboðsfélag karla Aðalfundur félagsins verður í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60 mánudagskvöldið 7. febrúar kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf.

Kvenfélag Laugarnessóknar. Aðalfundur félagsins er á morgun, mánudag, kl. 20.

Kvenfélag Breiðholts. Fundur verður í safnaðarheimili Breiðholtskirkju þriðjudaginn 8. febrúar kl. 20.30. Þorrastemmning, þorramatur.

Kvenfélag Grensássóknar. Aðalfundurinn verður mánudaginn 14. febrúar í safnaðarheimilinu og hefst með borðhaldi kl. 19. Þátttaka tilkynnist til Brynhildar s. 553-7057 eða Kristrúnar s. 553-6911 fyrir föstudaginn 11. febrúar.

S.V.D.K. Hraunprýði, Hafnarfirði, heldur aðalfund að Hjallahrauni 9, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Stjórnarkjör, happadrætti, kaffiveitingar. Mætum allar.

Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Á morgun brids. Kl. 19.

Slysavarnadeild kvenna, Seltjarnarnesi. Aðalfundurinn verður 14. feb. kl. 20.30 á Austurströnd 3. En ekki 7. feb. eins og áður var auglýst.