Í TILEFNI menningarborgarárs verður efnt til þriggja óvenju veigamikilla sýninga í Nýlistasafninu, auk annarrar dagskrár.

Í TILEFNI menningarborgarárs verður efnt til þriggja óvenju veigamikilla sýninga í Nýlistasafninu, auk annarrar dagskrár. Sú fyrsta, Hvít, verður opnuð í mars og er í umsjá Ingólfs Arnarsonar, sem þar mun sýna ásamt Andreas Karl Schulze, Robin von Harreveld og Hilmari Bjarnasyni.

Önnur í röðinni er sýningin Blá, sem hefst í maí og verður framlag Nýlistasafnsins til Listahátíðar í Reykjavík. Umsjón með þeirri sýningu hefur Pétur Arason en þar sýna bresku listamennirnir Sarah Lucas, Gillian Wearing, Michael Landy og Andy Fairhurst.

Þriðja sýningin, Rauð, verður opnuð í október og er tileinkuð lífi og list Rósku. Umsjónarmaður sýningarinnar er Hjálmar Sveinsson.