FÉLAG einstæðra foreldra auglýsir eftir umsóknum um námsstyrki úr námssjóði Félags einstæðra foreldra. Sjóðurinn var stofnaður með framlagi frá Rauða krossi Íslands.

FÉLAG einstæðra foreldra auglýsir eftir umsóknum um námsstyrki úr námssjóði Félags einstæðra foreldra. Sjóðurinn var stofnaður með framlagi frá Rauða krossi Íslands.

Í boði er styrkir ætlaðir einstæðum foreldrum sem stunda bóknám/verknám eða nám í listgreinum. Markmið styrkjanna er að bæta stöðu einstæðra foreldra á atvinnumarkaði. Styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir þeim sem njóta ekki námslána eða annarra styrkja.

Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Félags einstæðra foreldra. Umsóknareyðublöðum skal skilað fyrir 15. febrúar á skrifstofu félagsins á Tjarnargötu 10d.