MARGRÉT Þórhildur Danadrottning fæddist 16. apríl 1940 og var skírð fullu nafni Margrethe Alexandrine Þórhildur Ingrid. Hún er dóttir Friðriks 9. (1899-1972) og Ingiríðar drottningar (f. 1910). Ingiríður var dóttir Gustaf Adolfs 6.
MARGRÉT Þórhildur Danadrottning fæddist 16. apríl 1940 og var skírð fullu nafni Margrethe Alexandrine Þórhildur Ingrid. Hún er dóttir Friðriks 9. (1899-1972) og Ingiríðar drottningar (f. 1910). Ingiríður var dóttir Gustaf Adolfs 6. Svíakonungs og Margareta af Connaught. Margrét Þórhildur giftist 1967 franska greifanum Henri de Laborde de Monpezat, sem þá starfaði í frönsku utanríkisþjónustunni. Við giftinguna fékk hann nafnið prins Henrik af Danmörku. Hjónin eiga tvo syni, Friðrik, fæddur 1968 og Jóakim, fæddur árið eftir. Þegar Friðrik 9. lést 1972 varð Margrét Þórhildur drottning. Systur drottningar eru prinsessurnar Benedikte (f. 1944), sem er gift Richard prins af Sayn-Wittgenstein-Berleburg í Þýskalandi og Anne-Marie (f. 1946), gift Konstantín fyrrum Grikklandskonungi.